Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

A-lið KR Íslandsmeistari í Raflandsdeild kvenna

Í kvöld fór fram síðari úrslitaleikurinn í Raflandsdeild kvenna milli A-liðs KR og Víkinga og fór hann fram á heimavelli Víkings í TBR-húsinu.

Lið KR í ár er skipað þeim Aldísi Rún Lárusdóttur, Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, Sigrúnu Ebbu Urbancic Tómasdóttur og Ástu Urbancic.  Lið Víkinga er skipað þeim Þórunni Ástu Árnadóttur, Stellu Karen Kristjánsdóttur og Agnesi Brynjarsdóttur.  Lið KR hefur á að skipa reynslumiklum leikmönnum en lið Víkinga efnilegum yngri leikmönnum sem í ár spiluðu sinn fyrsta úrslitaleik í liðakeppni kvenna.  Úrslitin í kvöld voru 3-0 fyrir KR og er liðið Íslandsmeistari fjórða árið í röð.

Í fyrstu viðureigninni í kvöld vann Aldís Rún, KR Stellu Karen  úr Víkingi nokkuð örugglega 3-0.  Í annarri viðureigninni sigraði Auður Tinna, KR Þórunni Ástu, Víkingi 3-0 og í tvíliðaleiknum unnu þær Aldís og Ásta, KR þær Stellu Karen og Þórunni Ástu einnig 3-0.

Í úrslitaviðureign liðanna tapaði KR ekki lotu. Eins og sjá má á tölunum hér fyrir neðan voru seinni tveir leikirnir þó jafnari en fjöldi unninna lota gefur til kynna. Auður Tinna vann seinni tvær loturnar gegn Þórunni í framlengingu. Í báðum lotunum var Auður yfir 10-7 en Þórunn gafst ekki upp og náði að jafna. Auður náði svo að hafa sigur í framlengingu. Í tvíliðaleiknum lauk seinni tveimur lotunum einnig með tveggja stiga sigri KR-kvenna.

Sýnt var frá leiknum á  Facebook síðu BTÍ.

Úrslit úr einstökum leikjum

Víkingur – KR-A 0-3

Stella Karen Kristjánsdóttir – Aldís Rún Lárusdóttir 0-3 (8-11, 1-11, 5-11) 0-1

Þórunn Ásta Árnadóttir – Auður Tinna Aðalbjarnardóttir 0-3 (3-11, 10-12, 14-16) 0-2

Stella/Þórunn – Aldís/Ásta Urbancic 0-3 (6-11, 10-12, 9-11) 0-3

 

 

ÁMU, að hluta byggt á frétt frá II

Aðrar fréttir