Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir og mót nk. sunnudag 7. október

Dagana 5.-7. október nk. koma til Íslands 12 færeyskir strákar og stelpur á aldrinum 12-16 ára (flest í kringum 13-14 ára) og verða í æfingabúðum með íslenskum iðkendum á sama reki.

Hvert félag innan BTÍ sendir 3 leikmenn á búðirnar, sbr. tölvupóst til formanna.

Í lok búðanna eða á sunnudeginum verður haldið opið mót í íþróttahúsi Hagaskóla þar sem þáttakendur taka þátt. Verður fyrirkomulagið þannig að keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:

Kl. 10:30

  • Opinn flokkur tvíliðaleikur drengir (fæddir 2001 og síðar)
  • Opinn flokkur tvíliðaleikur stúlkur (fæddar 2001 og síðar)

 

Kl. 12:00

  • Einliðaleikur minicadet stelpur (fæddar 2006 og síðar)
  • Einliðaleikur cadet stelpur (fæddar 2004-2005)
  • Einliðaleikur junior stelpur (fæddar 2001-2003)
  • Einliðaleikur cadet drengir (fæddir 2004-2005)

Spilað verður í riðlum og með hefðbundnum útslætti eftir riðla. Leikið verður með þriggja stjörnu kúlum. Yfirdómari er Hannes Þ. Guðrúnarson.

Mótið er opið fyrir alla þá sem vilja taka þátt í ofangreindum aldursflokkum. Sérstaklega er bent á að mini cadet strákar geta keppt upp fyrir sig ef þeir vilja í cadet flokki drengja. Þátttökugjald er kr. 600,- á mann sem greiðist á mótsstað.

 

Skráningar berist til [email protected]í síðasta lagi á laugardag kl. 18:00.

Aðrar fréttir