Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldís og Davíð Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni

Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson sigruðu í tvenndarleik á fyrri degi Íslandsmótsins í borðtennis en mótið fer fram í KR-heimilinu um helgina. Þetta var eini flokkkurinn, þar sem leikið var til úrslita en undanúrslit og úrslit í öðrum flokkum fara fram 5. mars.

Aldís og Davíð sigruðu Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur, HK og Daða Frey Guðmundsson, Víkingi 3-1 (8-11, 11-7, 11-9, 11-9) í úrslitum. Aldís og Davíð sigruðu í tvenndarleik fyrir 2 árum en Kolfinna sigraði í fyrra með Bjarna Þ. Bjarnasyni. Guðrún G Björnsdóttir og Skúli Gunnarsson, KR og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Kári Mímisson, KR höfnuðu í 3. -4. sæti.

Keppni hefst kl. 11.30 5. mars með undanúrslitum í 2. flokki og síðan tekur hver flokkurinn við af öðrum þar til úrslit í meistaraflokki hefjast kl. 15.20. Verðlaunaafhending í öllum flokkum er áætluð kl. 16.

Á vef Tournament Software má sjá hverjir mætast í undanúrslitum í öllum flokkum, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=4B59C544-0CE6-401D-8895-00A03039CBFC

Á forsíðumyndinni má sjá Davíð og Aldísi eftir sigurinn fyrir 2 árum.

 

ÁMU

Aðrar fréttir