Ársól Clara Arnardóttir, borðtenniskona úr KR, var valin íþróttakona KR árið 2021. Þetta var tilkynnt á aðalfundi KR 20. maí sl.

Ársól varð Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna vorið 2021 en varð í 3.-4. sæti árið 2020. Þá fékk hún bronsverðlaun á Reykjavíkurleikunum 2020. Hún hefur síðustu tvö ár verið í A-liði KR í 1. deild kvenna, en liðið varð í 2. sæti í deildinni á keppnistímabilinu sem er að ljúka.

Hún keppti á Roskilde cup í febrúar 2020 með fleiri KR-ingum og varð í 3. sæti í flokknum Senior alle.

Ársól var ritari borðtennisdeildarinnar 2020-2021 og hefur lengi verið virk í starfi fyrir deildina, þrátt fyrir ungan aldur.