Ársþing BTÍ 2020 var haldið í gær laugardaginn 8. ágúst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Þingið fór vel fram og var fyrri stjórn þökkuð góð störf.

Á ársþinginu var ný stjórn kosin. Formaður var einróma kosinn Örn Þórðarson og í stjórn þau Jóhannes Bjarki Urbancic, Hákon Atli Bjarkason, Kári Mímisson og Markús Meckl en sex voru í í framboði til stjórnar. Varamenn í stjórn voru kosin þau Brynjar Marinó Ólafsson, Styrmir Stefnisson og Anna Sigurbjörnsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kosnir þeir Árni Siemsen og Kristján Örn Elíasson.

Í ræðu sinni í lok þingsins lagði nýr formaður sambandsins, Örn Þórðarson, áherslu á samvinnu og samtakamátt hreyfingarinnar.

Hér er að finna fundagerð ársþingsins í gær og hér er að finna ávarp fráfarandi formanns.