Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennismaður og kona ársins 2019

Magnús Gauti Úlfarsson BH og Nevena Tasic Víkingi hafa verið kosin borðtennismaður og borðtenniskona ársins 2019. Voru þau kjörin í kosningu sem var annað árið í röð rafræn þar sem allir virkir leikmenn eldri en 16 ára á styrkleikalista BTÍ, stjórn og varastjórn BTÍ og landsliðsþjálfarar hafa atkvæðisrétt.

Nafn íþróttamanns: Magnús Gauti Úlfarsson

Aldur: 19 ára

Félag: BH

Magnús Gauti varð Íslandsmeistari fullorðinna annað árið í röð 2019 og í fyrsta sinn í tvíliðaleik og í liðakeppni karla Raflandsdeildar með félagi sínu BH. Á árinu 2019 sigraði hann einnig Arctic Open í karlaflokki og í tvenndarleik og hann tók þátt í heimsmeistaramótinu í einstaklingskeppni í Búdapest og Estonia Open. Eftir útskrift úr menntaskóla síðastliðinn vetur ákvað hann að taka sér hlé frá námi og helga íþróttinni allan sinn tíma. Hann flutti til Noregs þar sem hann æfir nú og keppir með félagsliðinu Heros. Magnús Gauti er metnaðarfullur og frábær fyrirmynd.

Nafn íþróttakonu: Nevena Tasic

Aldur: 28 ára

Félag: Víkingur

Nevena flutti til Íslands frá Serbíu á árinu 2017. Hefur hún frá þeim tíma verið ósigrandi í kvennaflokki og Íslandsmeistari í liðakeppni Raflandsdeildar kvenna. Einnig gerði hún sér lítið fyrir og vann til fjögurra gullverðlauna á Arctic Open 2019, þ.e. í kvennaflokki, tvenndarleik, í tvíliðaleik og í liðakeppni kvenna. Á árinu 2019 keppti hún einnig á Estonia Open fyrir Íslands hönd auk þess sem hún sinnti þjálfun bæði hjá Víkingum og úrvalshópi yngri leikmanna.  Nevena hefur verið mikill styrkur fyrir íslenska landsliðið þar sem hún leiðir vagninn, bæði á æfingum og í keppni. Nevena er frábær fyrirmynd og enn betri liðsfélagi.

Óskar stjórn BTÍ þeim Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Nevenu Tasic til hamingju með kosninguna.

Aðrar fréttir