Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisnámskeið BTÍ á Egilsstöðum

Helgina  9.-11. mars fóru fram kynning á borðtennis á Egilsstöðum.  Þjálfari og formaður HK, Bjarni Bjarnason  var leiðbeinandi og veg og vanda af heimsókninni hafði Kenneth Svenningsen en hann er forsvarsmaður borðtennisdeildar Ungmennafélagsins Þrists í Fellabæ.

Kynning og æfingar fóru fram á föstudeginum og laugardeginum og var borðtennismót sett upp á sunnudeginum þar sem leikið var í riðlum og síðan  um öll sæti. Æfingarnar sóttu 14 börn á aldrinum 11-13 ára.

Bjarni greindi frá því að öll aðstaða hafi verið til fyrirmyndar hjá ungmennafélaginu og krakkarnir hafi haft gaman að og væru spennt að mæta á næstu æfingu hjá Þristinum. Miklir möguleikar væru til staðar á þessu svæði fyrir borðtennisfélög.

 

Aðrar fréttir