Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Coca Cola stigamótið í borðtennis

Coca Cola mótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu helgina 15-16 mars 2014.  Keppt var í 7. flokkum MFL karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla og kvenna og eldri flokki karla.  Fjölmargir keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, HK, Erningum, Hellu og BH.

·        Í Meistaraflokki karla sigraði nýkrýndur Íslandsmeistari Magnús K. Magnússon Víkingi eftir að hafa sigrað Gunnar Snorra Ragnarsson KR í úrslitaleik

3 – 0 (11 – 8, 11 – 2, 11 – 6).

·        Í Meistaraflokki kvenna léku til úrslita Eyrún Elíasdóttir Víkingi gegn Hrefnu Finnsdóttir HK.  Leikar fóru þannig að Eyrún sigraði 3 – 2 eftir hörkuleik

( 11 – 13, 9 – 11, 11- 9, 11-5 og 11-5).

·        Í 1. flokki karla léku til úrslita  Skúli Gunnarsson KR gegn Daníel Bergmann Víkingur. Skúli  sigraðieftir bráðskemmtilega leiki 3 – 2 ( 10 – 12, 11 – 5, 6 –11, 11-5  og 11 – 9).

·        Í 1. flokki kvenna sigraði  Eyrún Elíasdóttir Víkingi þar sem hún sigraði Hrefnu Finnsdóttir HK  í úrslitaleik

3 – 1 (11 – 2, 11 – 4,10-12 og 11 – 5).

·        Í 2. flokki karla sigraði Dagur Kjartansson KR í úrslitaleik 3 – 1 gegn Kára Ármanssyni KR ( 11-9, 11-4, 6-11 og 11-8).

·        Í 2. flokki kvenna sigraði Guðrún Gestsdóttir KR   Guðrúnu Ólafsdóttir  KR í úrslitaleik 3 – 0( 11-4, 11-2, 11-4).

·        Í Eldri flokki karla sigraði Hjörtur M. Jóhannsson Víkingi eftir úrslitaleik gegn Pétri Ó. Stephensen Víkingi 3 – 0 (11-8, 14-12 og 11-8).

Aðrar fréttir