Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Daði Freyr og Guðrún Íslandsmeistarar 2016

Daði Freyr Guðmundsson úr Víkingi og Guðrún G Björnsdóttir úr KR fögnuðu Íslandsmeistaratitli í einliðaleik í meistaraflokki á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór í TBR-húsinu 12.-13. mars. Þetta var fyrsti titill Daða í einliðaleik en Guðrún vann þriðja árið í röð og í sjöunda skipti alls.

Daði og Guðrún urðu bæði tvöfaldir meistarar, því þau sigruðu einnig í tvíliðaleik. Daði lék með Magnúsi Finni Magnússyni úr Víkingi og varði titilinn sem hann vann í fyrra með Magnúsi K. Magnússyni. Magnús Finnur sigraði einnig í annað skipti því hann vann árið 2014 með Davíð Jónssyni. Guðrún sigraði í tvíliðaleik í fimmta skipti en í fyrsta skipti með Aldísi Rún Lárusdóttur, sem vann sinn fyrsta titil í tvíliðaleik.

Sigurvegarar í öðrum flokkum voru þessir: Birgir Ívarsson, BH, í 1. flokki karla; Eyrún Elíasdóttir, Víkingi, í 1. flokki kvenna; Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Víkingi í 2. flokki karla og Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi í 2. flokki kvenna.

Keppendur á mótinu komu frá félögunum Akri, BH, Dímon, HK, ÍFR, KR, Umf. Heklu og Víkingi,

Víkingar unnu til fimm gullverðlauna, KR til tveggja gullverðlauna, BH og HK til einna gullverðlauna. Víkingar áttu einnig flesta verðlaunahafa, 16 talsins, KR 15,5 en önnur félög mun færri.

Verðlaunarhafar:

Meistaraflokkur kvenna

Ísl 2016 mfl kv

  1. Guðrún G Björnsdóttir, KR
  2. Aldís Rún Lárusdóttir, KR

3.-4. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK

3.-4. Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, KR

Guðrún og Aldís mættust í úrslitum í meistaraflokki þriðja árið í röð. Þriðja árið í röð sigraði Guðrún, nú 4-1 (11-6, 7-11, 11-6, 11-6, 11-6). Í undanúrslitum mátti Guðrún taka á honum stóra sínum gegn Sigrúnu Ebbu og vann að lokum 11-8 í oddalotu, eftir að Sigrún hafði verið yfir 2-0 og 3-2 í lotum. Aldís vann Kolfinnu 4-0 í hörkuleik, þar sem þremur lotum lauk með tveggja stiga mun.

Meistaraflokkur karla

Ísl 2016 mfl ka

  1. Daði Freyr Guðmundsson, Víkingi
  2. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi

3.-4. Kári Ármannsson, KR

3.-4. Kristján Jónasson, Víkingi

Daði var stigahæsti leikmaðurinn í mótinu og vann Magnús Jóhann nokkuð örugglega í úrslitaleiknum 4-0 (11-8, 1-8, 11-8, 11-7). Í undanúrslitum sigraði Daði Kára Ármannsson úr KR 4-2 en Magnús vann Kristján Jónasson 4-1. Kristján var eini leikmaðurinn á mótinu, sem hafði áður verið Íslandsmeistari í meistaraflokki, en hann sigraði árið 1992.

Tvíliðaleikur kvenna

Ísl 2016 Tvíll kv

  1. Aldís Rún Lárusdóttir/Guðrún G Björnsdóttir, KR
  2. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir/Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir HK/KR

3.-4. Ásta M. Urbancic/Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR

3.-4. Berglind Ósk Sigurjónsdóttir/Eyrún Elíasdóttir, Víkingi

Aldís og Guðrún sigruðu meistara fyrra árs, Kolfinnu og Sigrúnu, örugglega í úrslitaleiknum 11-7, 11-6, 11-8.

Tvíliðaleikur karla

Ísl 2016 Tvíll ka

  1. Daði Freyr Guðmundsson/Magnús Finnur Magnússon, Víkingi
  2. Gunnar Snorri Ragnarsson/Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, KR

3.-4. Ársæll Aðalsteinsson/Óli Páll Geirsson, Víkingi

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson/Sindri Þór Sigurðarson, Víkingi

Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi, og lauk með sigri Víkinga með minnsta mun í oddalotu (4-11, 11-8, 12-10, 5-11, 11-9), eftir að KR-ingarnir voru yfir 5-1 þegar skipt var um enda í oddalotunni.

Tvenndarleikur

Ísl 2016 Tvennd

Sjá frétt frá 12.3.

1. flokkur kvenna

Ísl 2016 1 fl kv ÁMU

  1. Eyrún Elíasdóttir, Víkingi
  2. Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon

3.-4. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

3.-4. Magnea Ólafs, Víkingi

Þrjár borðtenniskonur, sem lítið hafa spilað undanfarin ár tóku þátt í 1. flokki kvenna í þetta skipti. Þær röðuðu sér í 2.-4. sæti en náðu ekki að sigra Eyrúnu Elíasdóttur úr Víkingi, sem sigraði í 1. flokki í annað skipti. Hún vann síðast árið 2014 en lék í meistaraflokki í fyrra. Eyrún vann Bergrúnu 3-0 (11-5, 11-8, 11-7) en vann Auði í oddalotu í undanúrslitum.

1. flokkur karla

Ísl 2016 1 fl ka

  1. Birgir Ívarsson, BH
  2. Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi

3.-4. Ingi Brjánsson, KR

3.-4. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

Birgir var fremur óvæntur sigurvegarii enda ekki einn af þeim fjórum sem var raðað í flokkinn. Hann lék mjög vel og sigraði m.a. stigahæsta leikmanninn, Hlöðver Steina Hlöðversson úr KR og Inga Darvis Rodriguez úr Víkingi. Í úrslitaleiknum vann Birgir Ísak Indriða Unnarsson úr Víkingi, 3-1 (11-2, 8-11, 11-7, 11-5).

2. flokkur kvenna

Ísl 2016 2 fl kv ÁMU

  1. Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi
  2. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR

3.-4. Helena Diljá Sigurðardóttir, Víkingi

3.-4. Þóra Þórisdóttir, KR

Þórunn var öruggur sigurvegari í flokknum og tapaði ekki lotu. Hún vann Kristínu 3-0 (11-6, 11-4, 11-4) í úrslitum.

2. flokkur karla

Ísl 2016 2 fl ka

  1. Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Víkingi
  2. Róbert Már Barkarson, Víkingi

3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR

3.-4. Jóhannes Kári Yngvason, KR

Guðmundur Ragnar var ekki einn fjögurra sem var raðað í flokkinn og því óvæntur sigurvegari. Hann lagði Róbert Má 3-2 (11-7, 10-12, 4-11, 11-6, 11-8) í úrslitaleiknum.

 

Úrslit úr öllum leikjum mótsins má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=415E2C38-CB04-43AE-96D1-4709102D28F3

Myndir eru teknar af Facebook síðu BTÍ, nema myndir af verðlaunahöfum í 1. og 2. flokki kvenna, sem koma frá Ástu M. Urbancic.

 

ÁMU (uppfært 14.3. og 15.3.)

Aðrar fréttir