• Sat
  05
  Jan
  2019
  Sun
  06
  Jan
  2019
  11:00Íþróttamiðstöðin Hvolsvelli

  Árlegar æfingabúðir í borðtennis fyrir stelpur verða haldnar á Hvolsvelli helgina 5.-6. janúar. Stúlkum úr öllum félögum og af hinum ýmsu getustigum býðst að taka þátt og er vonast eftir sem fjölbreyttustum æfingahópi. Dagskráin byggist aðallega á þremur æfingum og tvíliðaleiksmóti. Ferðin verður lærdómsrík og skemmtileg verður lagt upp úr því að leikmenn kynnist öðrum leikmönnum skemmti sér saman. Þá verður farið í sund í sundlauginni í íþróttahúsinu á Hvolsvelli, pizza borðuð og margt annað skemmtilegt. Um búðirnar sjá Auður Tinna Aðalbjarnardóttir (þjálfari hjá KR) og Tómas Ingi Shelton (unglingalandsliðsþjálfari og þjálfari í BH). Eftir þátttöku bætast fleiri þjálfarar við.

  Gist verður í félagsmiðstöðinni á Hvolsvelli, beint á móti íþróttahúsinu og því nauðsynlegt að taka með vindsæng/dýnu og svefnpoka.

  Verð fyrir æfingabúðirnar eru 8.000 kr. sem greiðast við brottför. Innifalið í því er allt uppihald, að undanskildu því ef stelpurnar vilja kaupa eitthvað aukalega (eins og bland í poka á laugardagskvöldinu). Möguleiki er fyrir hendi að foreldrar komi með sé áhugi fyrir því.

  Að þessu sinni er stefnan að keyra austur í stað þess að taka strætó, en þjálfarar munu keyra.

  Dagskrá helgarinnar má sjá í frétt frá 29. desember.

  Opnað hefur verið fyrir skráningar hjá Auði á netfangið audurta@hotmail.com og Tómasi á netfangið shelton92@gmail.com og er skráningarfrestur 3. janúar 2017. Ef búðirnar skyldu fyllast gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá. Vinsamlegast látið vita við skráningu ef einhverjar sérþarfir eru varðandi matarræði.

  Myndband af æfingabúðunum 2017 er að finna hér og myndband af æfingabúðunum 2018 er að finna hér.

 • Sat
  12
  Jan
  2019
  12:00Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði

  Fjórða leikjahelgi í deildakeppninni er í umsjón BH.

  Kepnni í Raflandsdeild karla og kvenna fer fram laugardaginn 12. janúar.

  Tímaáætlun
  12.00 1. deild karla 7. umferð
  13.00 1. deild kvenna  7. umferð
  14.30 1. deild karla  8. umferð
  15.30 1. deild kvenna 8. umferð

  Sjá má á leikjaáætluninni hér á vefnum hvaða leikir fara fram í hvorri umferð.

 • Sun
  13
  Jan
  2019
  10:00Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði

  Fjórða leikjahelgi í deildakeppninni er í umsjón BH.

  Kepnni í 2. deild karla fer fram sunnudaginn 13. janúar.

  Tímaáætlun
  10.00 2. deild karla 7. umferð
  12.30 2. deild karla 8. umferð

  Sjá má á leikjaáætluninni hér á vefnum hvaða leikir fara fram í hvorri umferð.

 • Sat
  19
  Jan
  2019
  10:00TBR-húsið

  Adidas mótið  í borðtennis fer fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 19. janúar 2019.

  Veittir verða verðlaunapeningar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og leikið verður  með Stiga 3ja stjörnu kúlum.

  Dagskrá mótsins:

  Laugardagur 19. jan : kl. 10:00  Eldri flokkur karla

  „                  „           kl. 10:30  1. flokkur karla og kvenna

  “                  “           kl. 12:30  2. flokkur karla og kvenna

  “                  “           kl. 14:00  Meistarafl. karla og kvenna

  Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í riðlum og í fjölmennari flokkum fara sigurvegarar úr riðlum og keppa í einföldum úrslætti.

  Þátttökugjald í mótið er kr. 1.000- í hvern flokk.

  Yfirdómarar: Árni Siemsen og Pétur Ó. Stephensen.

  Mótsstjórn skipa:  Pétur Ó. Stephensen og Jóhann Bjarnason.

  Dregið verður í mótið fimmtudaginn 17. jan.  kl. 18:00 í TBR-Íþróttahúsinu.

  Skráningar:  Pétur s-8940040/pos@itn.is og sms skeyti.

  Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 17. jan kl. 17:00.

  Bréf um mótið: Adidas mótið 19. jan 2019

 • Wed
  23
  Jan
  2019
  Sun
  27
  Jan
  2019

  Skv. upplýsingum á fésbókarsíðu BTÍ verður landsliðsæfingahelgi 23.-27. janúar.

  Nánar tilkynnt síðar.

 • Sat
  26
  Jan
  2019
  10:00Íþróttamiðstöð ÍSÍ, Laugardal, Reykjavík

  Laugardaginn 26. janúar nk. heldur BTÍ Landsdómaranámskeið í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal, Reykjavík. Námskeiðshaldari verður Alþjóðadómarinn Hannes Guðrúnarson. Námskeiðið stendur frá kl. 10:00-12:30 og verður þá gert stutt hlé.  Í framhaldi af því verður Landsdómaraprófið tekið. Verklegur hluti prófsins fer fram milli kl. 15 og 17 þannig að dómaraefni dæma einn leik (undir eftirliti) á Reykjavík International Games í TBR húsinu sem fram fer sama dag

  Mikilvægt er fyrir hreyfinguna að nægur fjöldi landsdómara sé til staðar vegna móta innanlands. Þá veita landsdómararéttindi heimild til að taka Alþjóðadómarapróf ITTF en til að geta verið dómari á mótum ITTF þarf Alþjóðadómararéttindi.

  Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér skriffæri og blöð og æskilegt er að vera með fartölvu. Þá er óskað eftir að þáttakendur renni yfir efni það sem er að finna á í dómarahorninu á vef BTÍ, sjá hlekk hér að neðan. Námskeiðsgjald verður kr. 1.500,- til að standa straum af kostnaði vegna veitinga í hléi og greiðist gjaldið á staðnum.

  Skráningar berist BTÍ á netfangið bordtennis@bordtennis.is.

  Efni til lesturs fyrir prófið er hér.

 • Sat
  26
  Jan
  2019
  15:00TBR-húsið

  Borðtennismót Reykjavíkurleikanna (Reykjavík international games) fer fram 26. janúar. Leikið verður í TBR-húsinu og er í umsjón Borðtennisdeildar Víkings.

  Dagskrá laugardaginn 26. janúar:

  • Kl. 15:00 Karlaflokkur
  • Kl. 16:00 Kvennaflokkur

  Yfirdómari Árni Siemsen

  Mótið er boðsmót.

  Plakat um mótið: Reykjavík International Games 2019 plakat

 • Sat
  02
  Feb
  2019
  13:30Íþróttahús Hagaskóla

  Borðtennisdeild KR hefur umsjón með síðustu leikjahelginni í deildakeppninni í borðtennis á þessu keppnistímabili, fyrir úrslitakeppnina. Leikið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla 2.-3. febrúar og verður tímaáætlun sem hér segir:

  Laugardagur 2. febrúar

  Kl. 13.30 9. umferð í 1. deild karla og kvenna, Raflandsdeildinni
  Kl. 16.00 10. umferð í 1. deild karla og kvenna, Raflandsdeildinni

  Yfirdómari verður Hannes Guðrúnarson, alþjóðadómari

  Allar viðureignir verða leiknar á einu borði og seinni viðureignirnar verða ekki settar af stað fyrr en á auglýstum tíma, skv. tilmælum frá BTÍ.

  Að lokinni keppni laugardaginn 2. febrúar verður verðlaunaafhending fyrir Raflandsdeildina.

 • Sun
  03
  Feb
  2019
  11:00Íþróttahús Hagaskóla

  Borðtennisdeild KR hefur umsjón með síðustu leikjahelginni í deildakeppninni í borðtennis á þessu keppnistímabili, fyrir úrslitakeppnina. Leikið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla 2.-3. febrúar og verður tímaáætlun sem hér segir:

  Sunnudagur  3. febrúar

  Kl. 11.00 9. umferð í 2. deild karla
  Kl. 13.30 10. umferð í 2. deild karla

  Yfirdómari verður Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, alþjóðadómari

  Allar viðureignir verða leiknar á einu borði og seinni viðureignirnar verða ekki settar af stað fyrr en á auglýstum tíma, skv. tilmælum frá BTÍ.

 • Sat
  09
  Feb
  2019
  Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Sun
  10
  Feb
  2019
  Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Thu
  14
  Feb
  2019
  Sun
  17
  Feb
  2019
  Riga, Lettland

  Fyrirhugað er að senda leikmenn úr unglingalandsliðinu á Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis, sem haldið verður í Riga í Lettlandi 15.-17. febrúar 2019 (dagsetning óstaðfest).

  Keppt verður í kadett (þ.e. leikmenn fæddir 2004 og síðar) og og minikadett (þ.e. leikmenn fæddir 2007 og síðar).

 • Sat
  23
  Feb
  2019
  TBR-húsið

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Sat
  23
  Feb
  2019
  Sun
  24
  Feb
  2019
  Íþróttamiðstöðin Hvolsvelli

  Verið er að skoða það að halda æfingabúðir fyrir stráka á Hvolsvelli þessa helgi.

 • Sat
  02
  Mar
  2019
  Sun
  03
  Mar
  2019
  Kópavogur

  Íslandsmótið 2019 verður í umsjón HK.

  Nánari upplýsingar væntanlegar síðar.

 • Sat
  09
  Mar
  2019
  Hrafnagil, Eyjafjörður

  Aldursflokkamót Samherja, sem þurfti að fella niður þann 18. nóvember, verður í staðinn haldið 9. mars 2019.

 • Sat
  16
  Mar
  2019
  Sun
  17
  Mar
  2019
  Íþróttahús Hagaskóla

  Flokkakeppni unglinga 2019 verður í umsjón KR og verður leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla.

  Nánari upplýsingar væntanlegar síðar.

 • Sat
  23
  Mar
  2019
  TBR-húsið

  Íslandsmót öldunga 2019 verður í umsjón Víkings.

  Nánari upplýsingar væntanlegar síðar.

 • Sat
  30
  Mar
  2019
  Sun
  31
  Mar
  2019
  KR-heimilið

  Íslandsmót unglinga 2019 verður í umsjón KR.

  Nánari upplýsingar væntanlegar síðar.

 • Sat
  13
  Apr
  2019
  Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði

  Úrslitakeppni í deildakeppninni er í umsjón BH.

 • Sun
  21
  Apr
  2019
  Sun
  28
  Apr
  2019
  Búdapest, Ungverjalandi

  Heimsmeistaramótið í einstaklingskeppni.

  Ekki hefur verið ákveðið hvort keppendur verða sendir frá Íslandi.

 • Sat
  27
  Apr
  2019
  TBR-húsið

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Sun
  28
  Apr
  2019
  Íþróttahús Hagaskóla

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Sat
  04
  May
  2019
  TBR-húsið

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Sat
  11
  May
  2019
  TBR-húsið

  Nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.

 • Sat
  18
  May
  2019
  Mon
  20
  May
  2019
  Ísland

  Arctic mótið 2019 fer fram á Íslandi. Dagsetningarnar eru úr drögum að mótaskrá og því óstaðfestar.

 • Mon
  27
  May
  2019
  Sat
  01
  Jun
  2019
  Svartfjallaland (Montenegro)

  Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní 2019 skv. heimasíðu ÍSÍ. Er það í fyrsta sinn sem Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í Svartfjallalandi.

 • Fri
  12
  Jul
  2019
  Sun
  21
  Jul
  2019
  Ostrava, Tékklandi

  Ekki hefur verið ákveðið hvort keppendur verða sendir á mótið frá Íslandi.