Event Information:
-
Sat04Mar2017Sun05Mar201711:00KR-heimilið
Íslandsmót fullorðinna
Íslandsmótið í borðtennis 2017 fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól 4.-5. mars 2017. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.
Leikið verður eftirtöldum flokkum, sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót:
- Einliðaleikur: Meistaraflokkur karla og kvenna, 1. flokkur karla og kvenna, 2. flokkur karla og kvenna.
- Tvíliðaleikur: Tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna.
- Tvenndarleikur.
Dagskrá
Laugardagur 4. mars
- 11.00 Tvenndarkeppni, leikið til úrslita
- 11.30 Einliðaleikur 2. flokkur karla, leikið fram að undanúrslitum
- 13.00 Tvíliðaleikur karla, leikið fram að undanúrslitum
- 13.00 Tvíliðaleikur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
- 14.00 Einliðaleikur 2. flokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
- 14.00 Einliðaleikur meistaraflokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
- 14.30 Einliðaleikur meistaraflokkur karla, leikið fram að undanúrslitum
- 15.30 Einliðaleikur 1. flokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
- 15.30 Einliðaleikur 1. flokkur karla, leikið fram að undanúrslitum
Sunnudagur 5. mars
- 11.30 Einliðaleikur 2. flokkur karla og kvenna, undanúrslit
- 12.00 Einliðaleikur 2. flokkur karla og kvenna, úrslit
- 12.30 Einliðaleikur 1. flokkur karla og kvenna, undanúrslit
- 13.00 Einliðaleikur 1. flokkur karla og kvenna, úrslit
- 13.30 Tvíliðaleikur karla og kvenna, undanúrslit
- 14.00 Tvíliðaleikur karla og kvenna, úrslit
- 14.40 Einliðaleikur meistaraflokkur karla og kvenna, undanúrslit
- 15.20 Einliðaleikur meistaraflokkur karla og kvenna, úrslit
- 16.00 Verðlaunaafhending í öllum flokkum
Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 28. febrúar kl. 20. Skráning fer fram á vef Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=4B59C544-0CE6-401D-8895-00A03039CBFC). Setja skal kennitölu sem „Member ID“. Ef ekki gengur að skrá sig á vef Tournament Software má senda skráningu til mótsstjórnar áður en skráningarfrestur rennur út. Á vef BTÍ (www.bordtennis.is) eru leiðbeiningar um stofnun reiknings og skráningu á Tournament Software. Þeir, sem hafa þegar stofnað reikning til að skrá sig á mót geta notað hann aftur.
Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ.
Dregið verður í mótið á skrifstofu BTÍ í húsi ÍSÍ við Engjaveg miðvikudaginn 1. mars kl. 20:00.
Bréf um mótið: Íslandsmótið í borðtennis 2017