Event Information:

 • Sat
  06
  Jan
  2018
  Sun
  07
  Jan
  2018

  Æfingabúðir fyrir stelpur

  11:00Íþróttamiðstöðin Hvolsvelli

  Æfingabúðir í borðtennis fyrir stelpur verða haldnar á Hvolsvelli helgina 6.-7. janúar. Stúlkum úr öllum félögum býðst að taka þátt og er vonast eftir sem fjölbreyttustum æfingahópi. Dagskráin byggist aðallega á þremur æfingum og fjallgöngu, sem er nýr dagskrárliður í ár.

  Ferðin verður lærdómsrík og skemmtileg verður lagt upp úr því að leikmenn æfi og kynnist leikmönnum frá öðrum félögum og skemmti sér með eigin æfingafélögum.Þá verður farið í sund í sundlauginni í íþróttahúsinu á Hvolsvelli, pizza borðuð og margt annað skemmtilegt.

  Þjálfarar á svæðinu verða Auður Tinna Aðalbjarnardóttir (þjálfari hjá KR), Tómas Ingi Shelton (þjálfari í BH) og Bergrún Linda Björgvinsdóttir (leikmaður Dímon sem þjálfar í KR). Einnig er von á góðum aðstoðarþjálfurum.

  Gist verður í félagsmiðstöðinni á Hvolsvelli, beint á móti íþróttahúsinu og því nauðsynlegt að taka með vindsæng/dýnu og svefnpoka.

  Verð fyrir æfingabúðirnar eru 8.500 kr. sem greiðast við brottför. Innifalið í því er allt uppihald, að undanskildu því ef stelpurnar vilja kaupa eitthvað aukalega (eins og bland í poka á laugardagskvöldinu). Möguleiki er fyrir hendi að foreldrar komi með sé áhugi fyrir því.

  Farið verður með strætó frá Mjódd á Hvolsvöll. Farið kostar 8 miða á Hvolsvöll og 8 miða til baka og hægt er að kaupa miðana í Mjódd frá kl. 10:00 daginn sem við förum. Strætómiðarnir eru ekki innifaldir í verðinu fyrir æfingabúðirnar. 20 miða spjald fyrir 6-11 ára kostar 1.300 kr. og sami fjöldi fyrir 12-17 ára kostar 3.000 kr.

  Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

  Laugardagur:

  11:00             Mæting í strætómiðstöðina í Mjódd

  11:29             Strætó nr. 51 fer af stað

  13:07             Strætó kemur á Hvolsvöll, stutt hádegishressing

  13:30-15:00   1. æfing

  15:00-17:00   Sund og hressing

  17:00-18:30   2. æfing

  19:00-20:00   Pizzuveisla (hlaðborð)

  20:00-22:00   Frjáls tími, spilakvöld og leikir

  22:30             Svefntími

  Sunnudagur:

  09:30             Morgunmatur

  10:00-11:30   3. æfing

  11:30-12:00   Hádegismatur

  12:00-14:00   Gengið á Hvolsfjall í leiðsögn Bergrúnar

  15:08             Brottför frá Hvolsvelli með strætó nr. 52

  16:57             Strætó kemur í Mjódd

  Opnað hefur verið fyrir skráningar hjá Auði á netfangið [email protected] og skráningarfrestur er 4. janúar 2017. Ef búðirnar skyldu fyllast gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá. Vinsamlegast látið vita við skráningu ef einhverjar sérþarfir eru varðandi matarræði.