Event Information:

 • Sat
  03
  Feb
  2018

  Grand Prix mót KR og Keldunnar

  13:00Íþróttahús Hagaskóla

  Borðtennisdeild KR heldur Grand Prix mót laugardaginn 3. febrúar næstkomandi í Íþróttahúsi Hagaskóla í samstarfi við Kelduna. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna. Einnig verður leikið í B-keppni fyrir þá sem tapa í fyrstu umferð, svo allir keppendur fá a.m.k. tvo leiki.

  Keppni hefst klukkan 13:00, húsið opnar klukkan 12:00.

  Verðlaun verða veitt fyrir efstu fjögur sætin í karla- og kvennaflokki.
  Mótið er hluti af Grand Prix mótaröð BTÍ þar sem átta stigahæstu leikmenn mótaraðarinnar leika á lokamóti Grand Prix. Raðað verður í töflu samkvæmt keppnisreglum eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ. Leikið verður með hvítum 3ja stjörnu plastkúlum.

  Mótsgjald er 1500 kr.
  Skráning fer fram á vef Tournament software. http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=280534D0-9F68-46C4-BA8F-07A4FB3BDD63. Skráningar skulu berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 31. janúar. Dregið verður 1. febrúar klukkan 18:00  í Íþróttahúsi Hagaskóla og verður drátturinn gerður opinber á vef Tournament software eftir að dregið hefur verið.

  Yfirdómari verður Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir.

  Í mótanefnd sitja Hlöðver Steini Hlöðversson, Kári Mímisson og Magnús Stefánsson.

  Öllum nánari spurningum er beint til mótstjóra, Kára Mímissonar ([email protected]).

  Plakat um mótið: grandprix