Event Information:

 • Wed
  20
  Nov
  2019

  Kynning á borðtennisakademíu B75 í Danmörku

  18:00ÍSÍ, Laugardal

  Í næstu viku kemur til landsins Peter Ernst Sundbæk en hann er stjórnarmaður í danska borðtennissambandinu og fyrirsvarsmaður borðtennisakademíu í Hirsthals í Danmörku.

  Peter er á landinu til að kynna starfsemina í Hirthals og Hjörring. Bjóða þeir upp á nám í grunnskóla og menntaskóla, stífar æfingar í borðtennis og gistiaðstöðu. Hafa nokkrir íslenskir krakkar þegar farið í þessa akademíu sem reynst hefur vel.

  Kynning fer fram á Akademíunni nk miðvikudag í sal C á 2. hæð í ÍSÍ í Laugardal nk miðvikudag 20. nóvember kl. 18.00. Er kynningin öllum opin, bæði iðkendum og forráðendum.