Komin eru drög að mótaskrá fyrir tímabilið 2021-2022. Breytingar á mótaskrá frá fyrra tímabili eru:

–          Í samræmi við reglugerðarbreytingu BTÍ þá hefur BTÍ aðeins umsjón með deildarkeppni, Íslands- og bikarmótum. Önnur mót eins og aldursflokkamótaröð og GrandPrix mótaröð er ekki á ábyrgð BTÍ og verður því ekki skipulagt af mótastjórn BTÍ.

–          Ef félög óska í sameiningu eða upp á sitt einsdæmi að halda úti einhvers konar mótaröð þá er þeim að sjálfsögðu frjálst að gera það. BTÍ hvetur samt félög til þess að halda stök mót í stað mótaraðar fyrir börn og unglinga og ætti fjöldi lausra helga á mótaskrá að veita svigrúm til þess.

–          Búið er að ákveða þrjár helgar sem ætlaðar eru fyrir deildarkeppni fram að áramótum. Nánar um hve margar umferðir og/eða hvaða umferðir verða spilaðar á hverri helgi verður birt þegar nær dregur enda erfitt að ákveða slíkt með nákvæmni áður en nákvæmur fjöldi liða liggur fyrir. Deildarhelgar eftir áramót sem og helgar fyrir undanúrslit og úrslit verða ákveðnar þegar tímabilið er farið af stað en upplýsingar um það verða engu að síður birtar fyrir áramót.


Í haust mun mótanefnd óska eftir því að félög sendi inn hvaða mót þau hafa áhuga á að halda en nánari upplýsingar verða sendar til formanna félaganna um það í ágúst.

Búið er að merkja inn á mótaskrá æfingabúðir sem stefnt er á að halda með landsliði og unglingalandsliði á haustönn. Einnig hafa verið merkt inn tvö erlend mót en endanleg ákvörðun um það hvort BTÍ muni senda landsliðsfólk á þau mót verður tekin þegar nær dregur.

Drög þessi að mótaskrá eru birt með fyrirvara um breytingar ef þörf krefur en það er von mótanefndar og annarra að næstkomandi tímabil muni spilast án allra þeirra áskoranna sem fylgdu síðasta keppnistímabili.

Meðfylgjandi PDF skjal gefur yfirsýn yfir tímabilið skv. fyrstu drögum en það verður ekki uppfært heldur verða mót færð inn á dagatalið/mótaskrá sem er að finna á heimasíðu BTÍ.