Í ljósi reglugerðar þar sem lokað er fyrir alla íþróttaiðkun fram til 17. nóvember þá er nauðsynlegt að fresta þeim mótum og verkefnum sem telin eru upp hér að neðan og falla innan þess tímabils.

Skv. viðmiðum sem mótanefnd birti nýlega þá hafa þau félög sem áttu að halda aldursflokkamótið og GrandPrix viku frá dagsetningu mótsins til að finna nýja dagsetningu til að halda það en að öðrum kosti verður mótið fellt niður.

Mót sem eru haldin að frumkvæði ákveðinna borðtennisfélaga eru á ábyrgð félaganna og í þeirra höndum að ákveða hvort móti verður aflýst eða ný dagsetning fundin fyrir það. Rétt er þó að minna á ef færa þarf keppnir og/eða mót á vegum BTÍ þá verða þau látin hafa forgang framyfir mót einstakra félaga.

Viðburðir sem frestast eru:

7. nóv – Opna kvenna BH

8. nóv – Aldursflokkamót BH

13. nóv – 2. deild norður, 4. umferð

14. nóv – GrandPrix HK

15.-16. nóv – Landsliðsæfingabúðir kvk

Þá hefur Víkingur tilkynnt nýja dagsetningu á GrandPrix móti sem þeir ætluðu að halda 24. október sl. en þurfti að fresta vegna covid. Mótið verður laugardaginn 23. janúar 2021 en í staðinn fellur niður styrkleikamót Víkings sem átti að vera þann dag.