Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Gestur og Ingi, Stella og Þórunn sigruðu á Stóra tvíliðaleiksmótinu

Stóra tvíliðaleiksmótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu 28. október 2017.

Leikið var í riðlum og mættu átta lið til leiks í karlaflokki og fjögur lið í kvennaflokki.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Víkingarnir Stella Karen Kristjánsdóttir og Þórunn Ásta Árnadóttir og í tvíliðaleik karla sigruðu KR-ingarnir Gestur Gunnarsson og Ingi Brjánsson.

Úrslit í kvennaflokki:

  1. Stella Karen Kristjánsdóttir/Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingur
  2. Lóa Floriansdóttir Zink/Harriet Cardew, KR
  3. Guðrún Gestsdóttir/Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, KR
  4. Ársól Clara Arnardóttir/Lára Ívarsdóttir, KR

Úrslit leikja í kvennaflokki:

Stella/Þórunn – Ársól/Lára: 3-0 (11-8, 11-9,11-5).

Stella/Þórunn – Guðrún/Hrafnhildur:  3-1 (11-6, 3-11, 11-1, 11-7).

Stella/Þórunn – Lóa/Harriet:  3-0 (11-8, 14-12, 12-10).

Guðrún/Hrafnhildur – Lóa/Harriet: 1-3 (1-11, 9-11, 11-5, 7-11).

Mynd af pörunum í þremur efstu sætunum er á forsíðu.

Úrslit í karlaflokki:

  1. Ingi Brjánsson/Gestur Gunnarsson, KR
  2. Ellert Kristján Georgsson/Karl A. Claesson, KR

3-4.   Kamil Mocek/Ísak Indriði Unnarsson, Víkingur

3-4.   Magnús Jóhann Hjartarson/Ingi Darvis Rodriquez, Víkingur

Í undanúrslitum léku Magnús Hjartarson og Ingi Darvis gegn Gesti Gunnarssyni og Inga Brjánssyni. Leikar fóru þannig eftir hörkuleik að Gestur og Ingi sigruðu 3–2 (12-10, 3-11, 11-9, 7-11, 11-9).

Í hinum undanúrslitaleiknum léku Karl og Ellert gegn Kamil og Ísak í mjög svo spennandi leik þar sem Karl og Ellert sigruðu að lokum 3–2 (12-14, 11-8, 10-12, 11-4, 11-8).

Úrslitaleikinn léku því Ingi og Gestur gegn Ellerti og Karli. Ingi og Gestur sigruðu eftir skemmtilegan og spennandi leik 3–2 eftir að hafa verið undir 0-2 (8-11, 3-11, 11-8, 11-8, 13-11).

 

f.v. Ingi, Gestur, Ellert, Karl.

 

ÁMU skv. frétt frá Pétri Stephensen

Aðrar fréttir