Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenska drengjaliðið varð í 4. sæti á NETU

Keppni lauk í liðakeppni á Norður-Evrópumóti unglinga þann 27. júní, Síðdegis hófst keppni í einliðaleik og lýkur henni 28. júní. Ingi Darvis Rodriquez er kominn lengst íslensku leikmannanna í einliðaleik, en hann leikur um sæti 5-8. Nánar verður fjallað um úrslitin í einliðaleik 28. júní.

Íslenska drengjaliðið (16-18 ára) varð í 4. sæti af 6 liðum í liðakeppninni, eftir sigra gegn Finnlandi og Eistlandi-II. Sveinaliðið varð í 10. sæti af 11 liðum, stúlknaliðið varð í 5. sæti af 5 liðum og meyjaliðið í 6. sæti af 6 liðum.

Ingi Darvis Rodriquez vann fjóra leiki í liðakeppninni, Ellert Kristján Georgsson þrjá, Gestur Gunnarsson einn og Eiríkur Logi Gunnarsson einn.

Úrslit úr leikjum íslensku liðanna 27. júní:

Drengir 16-18 ára

  • Ísland – Eistland-II 3-0
  • Ísland – Finnland 3-2

Ingi Darvis Rodriquez vann Vakarin Mecionis 3-0 og Eligius Klarenbeek 3-2, báða frá Litháen, Janno Järve frá Eistlandi-II 3-0 og Henri Kujala frá Finnlandi 3-0. Ingi vann líka lotu gegn Lettlandi. Ellert Kristján Georgsson vann Aleksandrs Pahomovs frá Lettlandi 3-2, Maksim Vuhka frá Eistlandi-II 3-0, Henri Kujala frá Finnlandi 3-0 og hann vann lotu gegn Litháen. Gestur Gunnarsson vann Märt Kurvet frá Eistlandi-II 3-1. Ísland fékk gefins einn einliðaleik gegn Finnlandi.

Stúlkur 16-18 ára

  • Ísland – Finnland 0-3
  • Ísland – Eistland-II 0-3

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir vann lotu gegn Finnlandi og Stella Karen Kristjánsdóttir og Þóra Þórisdóttir unnu lotu gegn Eistlandi-II.

Sveinar 15 ára og yngri

  • Ísland – Finnland-II 0-3
  • Ísland – Noregur 0-3

Eiríkur Logi Gunnarsson vann eina leikinn sem sveinaliðið vann, þegar hann lagði Lettann Arturs Spalis 12-10 í oddaleik. Steinar Andrason vann lotu gegn Finnlandi-I og þeir Eiríkur og Steinar töpuðu fyrir Finnlandi-II í oddalotu í tvíliðaleik og unnu lotu gegn Lettlandi og Noregi.

Meyjar 15 ára og yngri

  • Ísland – Eistland-I 0-3
  • Ísland – Eistland-II 0-3

Harriet Cardew tapaði 12-14 í oddalotu í einliðaleik gegn Finnlandi. Hún vann líka lotu gegn Lettlandi og hún og Sól Kristínardóttir Mixa unnu lotu í tvíliðaleik gegn Lettlandi og Eistlandi-II.

Í viðhengjum má sjá úrslit úr einstökum landsleikjum og þar með úrslit íslensku leikmannanna í liðakeppninni:

Hægt er að horfa á útsendingar frá mótinu á vefnum á slóðinni http://otse.minurada.ee og úrslitin má sjá á síðunni
http://www.lauatennis.ee/web/node/2008.

Forsíðumynd uppfærð 28.6.

Aðrar fréttir