Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenska karlalandsliðið leikur á Norður-Evrópumótinu 25.-27. maí

Norður-Evrópumót fullorðinna í borðtennis fer fram í Haapsalu í Eistlandi 25.-27. maí. Íslenska karlalandsliðið tekur þátt í mótinu og skipa liðið þeir Davíð Jónsson, Magnús Jóhann Hjartarson og Magnús Gauti Úlfarsson. Ólafur Rafnsson, landsliðsþjálfari fer með liðinu á mótið.

Á mótinu leika 7 landslið í liðakeppni karla í tveimur riðlum. Ísland leikur í B-riðli með Finnlandi, Grænlandi og Noregi. Leikirnir verða kl. 9, 11 og 14.30 að staðartíma 25. maí. Hinn hálfíslenski Borgar Haug er einn leikmanna norska landsliðsins. Í hinum riðlinum keppa Eistland, Lettland og Svíþjóð.

Að lokinni riðlakeppninni verður leikið upp úr riðlinum um hvert sæti, og lýkur liðakeppninni á laugardagsmorguninn.

Fimm lið taka þátt í riðlakeppni kvenna, þau lönd sem keppa í karlaflokki utan Íslands og Grænlands.

Einstaklingskeppni hefst kl. 19 föstudaginn 25. maí og heldur áfram á laugardeginum. Keppni í tvíliðaleik hefst kl. 16 á laugardeginum og leika þeir nafnar Magnús og Magnús saman. Mótinu lýkur svo á sunnudeginum með undanúrslitum og úrslitum.

Fylgjast má með mótinu á vef eistneska borðtennissambandsins http://www.lauatennis.ee/web/node/1703

 

ÁMU

Aðrar fréttir