Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári Ármannsson sigraði í meistaraflokki karla á stigamóti KR

Fyrsta stigamót keppnistímabilsins fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 20. september. Keppendur komu frá BH, HK, KR og Víkingi. Keppni var auglýst í öllum flokkum en keppni féll niður í meistaraflokki kvenna.

Meistaraflokkur karla

  1. Kári Ármannsson, KR
  2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
  3. Pétur Marteinn Tómasson, KR
  4. Ingi Darvis Rodriguez, Vík.

Kári vann Magnús Gauta 13-11, 11-7, 5-11, 12-10 og vann sitt fyrsta mót í meistaraflokki.

1. flokkur karla

  1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
  2. Róbert Már Barkarson, Vík.

3.-4.    Brynjólfur Þórisson, HK

3.-4.    Ísak Indriði Unnarsson, Vík.

Magnús vann alla sína leiki í flokkum og vann Róbert 3-0 (11-7, 11-6, 11-6) í úrslitaleik.

Stigamót KR sept 2015 1 fl ka

Verðlaunahafar í 1. flokki karla.

1. flokkur kvenna

  1. Stella Karen Kristjánsdóttir, Vík.
  2. Þórunn Ásta Árnadóttir, Vík.

Stella vann Þórunni 3-0 (11-8, 11-7, 11-6) í úrslitaleik en eingöngu voru tveir keppendur í flokknum.

Stigamót KR sept 2015 1 fl kv

Verðlaunahafar í 1. flokki kvenna.

2. flokkur karla

  1. Karl A. Claesson, KR
  2. Birgir Ívarsson, BH

3.-4.    Ellert Kristján Georgsson, KR

3.-4.    Ingi Brjánsson, KR

Karl vann sitt fyrsta mót í 2. flokki karla þegar hann lagði Birgi í úrslitaleik 3-2 (9-11, 8-11, 11-8, 11-8, 12-10), þar sem Birgir var 10-4 yfir í oddalotunni.

Stigamót KR sept 2015 2 fl ka

Verðlaunahafar í 2. flokki karla.

2. flokkur kvenna

  1. Karitas Ármannsdóttir, KR
  2. Stella Karen Kristjánsdóttir, Vík.

3.-4.   Guðbjörg Lív Margrétardóttir, KR

3.-4.   Þórunn Ásta Árnadóttir, Vík.

Þetta var fyrsta mót Karitasar aftur eftir árshlé frá borðtennis og sigraði hún í 2. flokki kvenna, þar sem hún lagði Íslandsmeistarann í flokknum, Stellu K. Kristjánsdóttur tvisvar. Í úrslitum vann Karitas Stellu 3-2 (13-11, 3-11, 12-10, 15-17, 11-7).

Stigamót KR sept 2015 2 fl kv

Verðlaunahafar í 2. flokki kvenna.

Meistaraflokkur kvenna

Aðeins einn keppandi var skráður til leiks, Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi, og féll keppni því niður í flokknum.

Myndirnar tóku Ingimar Ingimarsson og Kristján Kári Gunnarsson.

Úrslit úr öllum leikjum fá finna á vef Tournament Software: http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=8BB39C71-A99D-4FD0-B502-76941DFF8A6D

 

ÁMU

Aðrar fréttir