Stjórn BTÍ hefur gert styrktarsamning við Kóða ehf. sem á og rekur fjármálavefsíðuna Keldan.is. Efstu deildir karla og kvenna munu því heita Keldudeildin í borðtennis keppnistímabilið 2020-2021.

Keldan.is er upplýsingaveita atvinnulífsins og þar er meðal annars að finna upplýsingar af fjármálamörkuðum, upplýsingar um fyrirtæki, einstaklinga, fasteignir og ökutæki.