Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Keppt í 3. deild í fyrsta skipti

Keppt verður í 3. deild í fyrsta skipti keppnistímabilið 2021-2022. Alls bárust 19 skráningar í 2. deild en skv. reglugerð um flokkakeppni á að stofna nýja deild ef fleiri en 10 lið eru skráð í 2. deild. Því munu sex lið leika í 2. deild en hin liðin í 3. deild.

Liðin sem leika í 2. deild á þessu keppnistímabili eru þau lið sem náðu bestum árangri í 2. deild á síðasta keppnistímabili án þess að vinna sér sæti í 1. deild. Auk þeirra þau lið sem féllu niður úr 1. deild. Þessi lið eru: Akur-A, HK-B, HK-C, Umf. Samherjar-A, Víkingur-B og Víkingur-C.

Liðin sem eru skráð í 3. deild eru: BH-C, BR-A, BR-B, Dímon-A, Garpur-A, Garpur-B, HK-D, KR-C, KR-D, KR-E, Umf. Selfoss-A, Umf. Selfoss-B og Víkingur-D. Auk þeirra verða munu hugsanlega bætast við lið á Norðurlandi. BR og Garpur hafa ekki áður tekið þátt í deildakeppni BTÍ.

Verið er að skoða að liðin fimm af Suðurlandi leiki í sérstökum Suðurlandsriðli. Ef lið af Norðurlandi bætast við í deildina, verður hugsanlega leikið í sérstökum Norðurlandsriðli.

Verið er að setja upp leikjaröðina og verður hún birt á næstunni. Sjá má þær helgar sem hafa verið teknar frá fyrir deildina á dagatalinu á síðunni.

Á forsíðunni má sjá bróðurpart liðanna sem léku í úrslitakeppninni í 2. deild vorið 2021.

Aðrar fréttir