Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A deildarmeistari í 1. deild karla

KR-A varð deildarmeistari í 1. deild karla eftir spennandi lokadag í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands. KR-A lauk keppni með 18 stig, Víkingur-A fékk 16 stig og BH 14 stig.

Spennan var jafnvel enn meiri í neðri hluta deildarinnar, þar sem þrjú lið gátu fallið í 2. deild. Að loknum leikjum dagsins voru þrjú lið með 4 stig á botni deildarinnar. Þegar lið eru jöfn að stigum á að skoða hlutfall unninna og tapaðra leikja í öllum leikjum deildarinnar og að loknum þeim útreikningum varð Víkingur-B í 4. sæti (með hlutfallið 20-34 = 0,59) og fer í úrslitakeppnina. HK varð í 5. sæti (með hlutfallið 15-36 = 0,42) og leikur umspilsleik við liðið í 2. sæti 2. deildar um sæti í 1. deild að ári. KR-B hafnaði í 6. og neðsta sæti og fellur í 2. deild (með hlutfallið 13-34 = 0,38).

KR-A hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna fyrir lokadaginn en liðið lauk keppni með 16 stig. Liðið vann alla sína leiki 3-0 og tapaði ekki lotu í deildinni. KR-B og Víkingur luku keppni með 10 stig. KR-B varð í 2. sæti með hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja (17-10 =1,7 á móti 16-12 = 1,33). KR-C varð í 4. sæti með 4 stig og KR-D hlaut ekkert stig. KR-A og KR-B mætast því í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.

Lið deildarmeistara KR-A í karlaflokki skipuðu Breki Þórðarson, Kári Ármannsson, Kári Mímisson og Skúli Gunnarsson og í kvennaflokki Aldís Rún Lárusdóttir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Ásta M. Urbancic og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir.

Úrslitin úr deildarleikjunum

Karlar 

9. umferð

  • Víkingur-A – KR-B 4-1
  • BH – KR-A 2-4
  • HK-A – Víkingur-B 1-4

10. umferð

  • BH – KR-B 4-1
  • HK-A – Víkingur-A 1-4
  • Víkingur-B – KR-A 0-4

Konur 

9. umferð

  • KR-A – Víkingur-A 3-0
  • KR-D – KR-C 0-3
  • KR-B situr hjá

10. umferð

  • KR-D – Víkingur-A 0-3
  • KR-C – KR-B 0-3
  • KR-A situr hjá

Úrslit úr einstökum leikjum má sjá á vef Tournament Software. Þar má einnig sjá hvaða leikmenn skipuðu öll liðin í deildinni.

Í úrslitakeppninni í 1. deild karla mætast KR-A og Víkingur-B annars vegar og Víkingur-A og BH hins vegar. Einungis þeir leikmenn sem hafa spilað a.m.k. þrjá deildarleiki hafa keppnisrétt í úrslitakeppninni.

Á forsíðumyndinni, sem Hlöðver Steini Hlöðversson tók, má sjá verðlaunahafa í 1. deild karla. Daða Frey Guðmundsson, Magnús Jóhann Hjartarson og Magnús K. Magnússon vantar í A-lið Víkings.

Á myndina af deildarmeisturum í 1. deild kvenna vantar Sigrúnu Ebbu Urbancic Tómasdóttur. Þessari mynd verður skipt út þegar mynd af öllum verðlaunahöfum berst.

 

ÁMU

Aðrar fréttir