Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Landsliðið keppir á Estonian Open Championship

Landsliðið hélt til Eistlands í dag ásamt Aleksey Yefremov landsliðasþjálfara til að taka þátt í Estonian Open Championship. Alls fóru átta keppendur til Tallinn en það eru þau Nevena Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Harriet Cardew, Agnes Brynjarsdóttir, Magnús Gauti Úlfarsson, Ingi Darvis Rodriguez, Gestur Gunnarsson og Ellert Kristján Georgsson.

Eftir langan ferðadag sameinaðist hópurinn í æfingahöllinni þar sem tekin var létt æfing og aðstaðan tekin út. Keppni hefst í fyrramálið kl. 11:00 að staðartíma (9:00 að íslenskum tíma) þegar keppt verður í liðakeppni. Íslendingarnir taka þar þátt í karlaflokki þar sem Magnús og Darvis mæta Eistum og í Junior kk spila Gestur og Ellert á móti Ísrael eða Eistlandi. Klukkan 14:00 leika stelpurnar í kvennaflokki og þá spila Nevena og Stella við Eista og í cadet kvk spila Agnes og Harriet en ekki er enn komið í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra. Einstaklingskeppni hefst svo á föstudag og heldur áfram um helgina.

Stefnt er að því að streyma frá einhverjum leikjum Íslendinganna á youtube eða facebook síðu BTÍ en upplýsingar um ákveðna leiki og úrslit er hægt að nálgast með því að smella hér á vef Tournamentsoftware.

Aðrar fréttir