Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lokastaðan í aldursflokkamótaröð BTÍ

Í meðfylgjandi skjali má sjá lokastöðuna í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands. Átta efstu í hverjum aldursflokki fá boð á lokamót mótaraðarinnar, sem fram fer í TBR-húsinu sunnudaginn 23. apríl.

Skv. reglugerð um mótaröðina spilar nr. 1 við nr. 8, nr. 2 við nr. 7, nr. 3 við nr. 6 og nr. 4 við nr. 5 á lokamótinu. Í þeim tilfellum þar sem tveir eða fleiri hafa hlotið jafnmörg stig í mótum vetrarins verður dregið um röð þeirra keppenda sem hafa jafnmörg stig.

Stigahæstu keppendurnir að lokum mótum vetrarins eru þessi: Kristófer Júlían Björnsson, BH og Sól Kristínardóttir Mixa, BH í flokki 11 ára og yngri; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR og Karitas Ármannsdóttir, KR (jafnar) í flokki 12-13 ára; Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR í flokki 14-15 ára, Birgir Ívarsson, BH og Magnús Gauti Úlfarsson, BH (jafnir) og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi í flokki 16-18 ára.

Skjal með lokastöðunni: Unglingamótaröðin 2016-17 lokastaða

 

ÁMU

Aðrar fréttir