Nevena sigurvegari í meistaraflokki kvenna og karla

Pepsi styrkleikamót Víkings fór fram í dag og var það haldið í TBR-húsinu í Laugardal. Óhætt er að segja að Nevena Tasic, Víkingi, hafi verið sigurvegari dagsins þar sem hún lenti í fyrsta sæti bæði í meistaraflokki kvenna og karla. Mun þetta vera í fyrsta skiptið á Íslandi sem kona sigrar á móti í meistaraflokki karla. Í öðru sæti í þeim flokki var Gestur Gunnarsson, KR og í 3.-4. sæti voru þeir Hlynur Sverrisson, Víkingi og Ellert Georgsson, KR.

Í meistaraflokki kvenna sigraði Nevena einnig, sem fyrr segir, en Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, hafnaði í öðru sæti. Í 3.-4. sæti voru Lóa Floriansdóttir Zink, Víkingi og Harriet Cardew, BH.

Í fyrsta flokki karla sigraði Gestur Gunnarsson Hlyn Sverrisson 3-1 í úrslitaleik en í 3.-4. sæti lentu þeir Ladislav Haluska, Víkingi og Örn Þórðarson, HK. Í öðrum flokki karla stóð Ladislav uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Sigurð Herlufsen 3-1 í úrslitaleik. Magnús Kristinsson, Víkingi og Hákon Atli Bjarkason, ÍFR, höfnuðu í 3.-4. sæti í flokknum.

TENGDAR FRÉTTIR