Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Nings mótið í borðtennis

Nings stigamótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 5. desember 2015.  Keppt var í 1. flokki kvenna og karla, 2. flokki karla og kvenna og eldri flokki karla. Keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, BH, HK, Erninum.

Í 1. flokki karla sigraði ungi Víkingurinn Ísak Unnarsson eftir að hafa sigraði í úrslitaleik KR-inginn Ellert Georgsson 3 – 1 (14-12, 11-3, 7-11 og 11-9).

Í 1. flokki kvenna sigraði Víkingurinn Stella Kristjánsdóttir.

Í 2. flokki karla sigraði KR-ingurinn Ingi Brjánsson eftir að hafa sigrað félaga sinn úr KR Ellert Georgsson í úrslitaleik 3 – 2 (5-11, 12-10,12-10,8-11 og 12-10).

Í 2. flokki kvenna sigraði Víkingurinn Þórunn Ásta Árnadóttir.

Í eldri flokki karla sigraði KR-ingurinn Hannes Guðrúnarsson eftir að hafa sigraði í úrslitaleik Pétur Ó. Stephensen Víkingi 3 – 1 (11-8, 3-11, 11-7, 12-10).

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

1. Flokkur karla:

  1. Ísak Unnarsson Víkingur
  2. Ellert Georgsson KR

3-4.  Birgir Ívarsson BH

3-4.  Guðmundur Halldórsson KR

Nings des 2015 1fl frá Vík

f.v. Guðmundur, Ísak og Ellert

1. Flokkur kvenna:

  1. Stella Kristjánsdóttir Víkingur
  2. Þórunn Ásta Árnadóttir Víkingur
  3. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir KR

2. Flokkur karla:

  1. Ingi Brjánsson KR
  2. Ellert Georgsson KR

3-4.  Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur

3-4.  Róbert Barkarson Víkingur

Nings des 2015 2fl frá Vík

f.v. Róbert, Ingi og Ellert

 

2. Flokkur kvenna:

  1. Þórunn Ásta Árnadóttir Víkingur
  2. Stella Kristjánsdóttir Víkingur
  3. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir KR

Nings des 2015 2fl kv frá Vík

f.v. Hrafnhildur, Þórunn og Stella.

 

Eldri flokkur karla:

  1. Hannes Guðrúnarson  KR
  2. Pétur Ó. Stephensen Víkingur

3-4.  Sigurður Herlufsen Víkingur

3-4.  Guðmundur Atli  Víkingur

Nings des 2015 eldri frá Vík

f.v. Guðmundur Atli, Sigurður, Hannes og Pétur

Myndir frá  Borðtennisdeild Víkings. Á forsíðumyndinni má sjá verðlaunahafa í 1. flokki kvenna, f.v. Hrafnhildur, Stella og Þórunn.

 

Pétur Ó. Stephensen

Aðrar fréttir