Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Norður Evrópumótið í Borðtennis

Í dag lauk liðakeppninni þar sem íslenska liðið lék við lið Eista um 5 sætið á mótinu. Leikurinn var spennandi en Eistar knúðu fram sigur í oddaleik 3-2.   Magnús Gauti Úlfarsson vann sigur á Pukk Oskar  og Davíð Jónsson vann sigur á Luuk Mart.  Var Davíð 2-0 undir en hann vann næstu þrjár lotur. Úrslit viðureignarinnar er að finna hér að neðan.

 

Í einliðaleiknum lék Magnús Gauti við Alex Naumi frá Finnlandi í 16 manna úrslitum en varð að játa sigraðan 4-0.  Er Alex kominn í undanúrslit í einliðaleik og leikur hann á morgun við Anders Eriksson frá Svíþjóð.  Í hinum undanúrslitunum leika þeir Hampus Nordberg frá Svíþjóð og Rimas Lesiv frá Litháen.

16 manna taflan eins og hún lítur út nú er að finna hér að neðan.

Þeir Magnús Gauti og Davíð léku með norsku stúlkunum Lísu Lange og Sunnivu Sjoholt í tvenndarleik.  Magnús Gauti og Lisa Lange sátu hjá í fyrstu umferð og kepptu við þau Bogdanova og Reinholds frá Lettlandi í annarri umferð. Unnu þau Bogdanova og Reinholds leikinn 3-1.  Þau Davíð Jónsson og Sunniva Sjoholt unnu í fyrstu umferð eistneska parið Melnikovu og Pukk 3-0 en töpuðu í annarri umferð gegn Jonsson og Eriksson frá Svíþjóð sem keppa á morgun til úrslita í tvenndarleik. Töfluna í tvíliðaleiknum er að finna hér að neðan.

Í tvíliðaleik léku þeir Magnús Gauti og Magnús Hjartar í fyrstu umferð gegn þeim Nielsen og Hammeken og unnu leikinn 3-0.  Í næstu umferð mættu þeir þeim Lesiv frá Litháen og Vainula frá Eistlandi en töpuðu þeirri viðureign 3-0.

Íslenski hópurinn heldur heim á leið á morgun eftir langt og strangt ferðalag en hann hefur verið á ferðalagi frá því þann 18. maí sl. og hann hélt beint frá Grænlandi til Eistlands.

 

 

 

 

Aðrar fréttir