Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Opnar æfingarbúðir 11 og 12.mars á Hvolsvelli fyrir drengi 12 ára og yngri

Helgina 11 og 12. mars 2017 mun Bjarni Þorgeir Bjarnason (HK) og Breki Þórðarson (KR) honum til aðstoðar standa fyrir æfingabúðum í borðtennis fyrir drengi 12 ára og yngri á Hvolsvelli.

Drengjum 12 ára og yngri úr öllum félögum býðst að taka þátt.

Dagskráin byggist aðallega á þremur æfingum og æfingamóti eins og á sambærilegum æfingabúðum undanfarin ár. Á milli æfinga verður farið í sund í sundlauginni á Hvolsvelli, borðuð pizza í söluskálanum Björkin og margt annað skemmtilegt.

Gist verður í félagsmiðsöðinni á Hvolsvelli og því nauðsynlegt að taka með vindsæng/dýnu og svefnpoka.

Verð fyrir æfingabúðirnar eru 8.500 kr sem greiðast við brottför. Innifalið í því er allt uppihald, að undanskilnu því ef menn vilja kaupa eitthvað aukalega (eins og bland í poka á laugardagskvöldinu). Möguleiki er fyrir hendi að foreldrar komi með sé áhugi fyrir því. Þjálfarar óska eftir því að ef félag sendir fleiri en 5 iðkendur að þá fylgi forráðamaður/aðili frá því félagi með krökkunum.

Farið verður með strætó frá Mjódd á Hvolsvöll. Farið kostar 8 miða á Hvolsvöll og 8 miða til baka og hægt er að kaupa miðana í Mjódd frá kl. 10:00 daginn sem við förum. Strætómiðarnir eru ekki innifalnir í verðinu fyrir æfingabúðirnar. 20 miða spjald fyrir 6-11 ára kostar 1.300 kr og sami fjöldi fyrir 12-17 ára kostar 3.000 kr.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Laugardagur:

11:00        Mæting í strætómiðstöðina í Mjódd

11:30        Strætó nr. 51 fer af stað

13:07        Strætó kemur á Hvolsvöll, stutt hádegishressing

13:30-15:00   1. æfing

15:00-17:00   Sund og hressing

17:00-18:30   2. æfing

19:00-20:00   Pizzuveisla (hlaðborð)

20:00-22:00   Frjáls tími, spilakvöld og leikir

22:30         Svefntími

Sunnudagur:

09:30         Morgunmatur

10:00-11:30   3. æfing

11:30-12:00   Hádegismatur

12:00-14:00   Æfingamót

15:09         Brottför frá Hvolsvelli með strætó nr. 52

16:57         Strætó kemur í Mjódd

Opnað hefur verið fyrir skráningar hjá Bjarna á netfangið [email protected] eða Breka [email protected] og skráningarfrestur er 4. mars 2017. Vinsamlegast látið vita við skráningu ef einhverjar sérþarfir eru varðandi matarræði.

Aðrar fréttir