Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sindri og Guðrún sigruðu á Grand Prix móti Akurs

Sindri Þór Sigurðsson úr Víkingi og Guðrún Gestsdóttir, KR sigruðu á Grand Prix móti Akurs, sem haldið var í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri sunnudaginn 3. september. Magnús B. Kristinsson, Akri, sigraði í B-keppni karla. Skráðir keppendur voru 20 í karlaflokki og 5 í kvennaflokki frá Akri, KR, Umf. Samherja og Víkingi.

Mótið tókst vel og var styrkt af Samherja, Norðlenska og 66 sem gáfu verðlaun á mótið. Keppendur þurftu ekki að dæma heldur voru fullorðnir dómarar á öllum borðum.

Úrslit

Opinn flokkur karla

  1. Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi
  2. Kári Mímisson, KR

3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR

3.-4. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH

Sindri sigraði Kára 4-1 (9-11, 11-9, 11-8, 11-9, 11-8) í úrslitaleiknum.

Opinn flokkur kvenna

  1. Guðrún Gestsdóttir, KR
  2. Ársól Clara Arnardóttir, KR

3.-4. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR

3.-4. Lára Ívarsdóttir, KR

Guðrún vann Ársól 4-2 (11-8, 9-11, 2-11, 11-3, 11-6, 11-2) í úrslitaleiknum.

B-keppni flokkur karla

  1. Magnús Kristinsson Akur
  2. Gunnar Skúlason KR
  3. Matthías Benjamínsson KR

Öll úrslit verða sett á vef Tournament Software á næstu dögum.

Myndir eru frá Starra Heiðmarssyni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir