Frestur til að skrá lið fyrir deildarkeppni vetrarins rennur út 12. september. Senda þarf upplýsingar um hvaða lið félag hyggst senda til leiks á netfangið [email protected] 

Einnig skal senda lista yfir leikmenn sem spila í hverju liði í síðasta lagi 25. september.

Minnt er á að keppnisgjald fyrir hvert lið er kr. 10.000 og þarf að greiðast fyrir upphaf keppni þann 2. október. Ef ofangreindar upplýsingar berast ekki til mótanefndar fyrir nefndar tímasetningar verður litið svo á að lið hafi dregið sig úr keppni og annað lið mun taka sæti þess.

Vakin er athygli á stofnun 3. deildar karlaflokki ef nægur fjöldi liða skráir sig til keppn. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag deilda er að finna í reglugerð um flokkakeppni sem hefur verið uppfærð og er aðgengileg á heimasíðu BTÍ. Mögulega verður þá 3. deild spiluð svæðaskipt en stofnun og skipulag hennar ræðst m.a. af fjölda liða sem skrá sig til leiks.