Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Unglingalandslið til keppni á Welsh Euro Challenge 15.-17. janúar

Fjórir ungir leikmenn keppa fyrir Íslands hönd á Welsh Euro Challenge mótinu í Wales helgina 15.-17. janúar. Tveir drengir og tvær stúlkur taka þátt, og er gert ráð fyrir að eldri keppandinn sé í sveina/meyjaflokki (kadettflokki) og yngri keppandinn sé í pilta/telpnaflokki (mini kadettflokki) eða yngri. Þátttökulönd eru England, Lúxemborg, Malta og Wales auk Íslands. Á laugardeginum er liðakeppni og á sunnudeginum er einstaklingskeppni.

Liðið skipa Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi; Karitas Ármannsdóttir, KR; Kári Ármannsson, KR og Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR. Kristján Viðar Haraldsson, unglingalandsliðsþjálfari er fararstjóri og Guðrún Ólafsdóttir, mamma Kára og Karitasar er einnig með í för.

Á forsíðumyndinni er hópurinn að bíða eftir rútu til Cardiff. Mynd: Guðrún Ólafsdóttir.

 

ÁMU

 

Aðrar fréttir