Coca Cola mótið í borðtennis fór fram 13. mars 2021 og var fjölmennt þar sem keppendur komu frá Víkingi, KR, HK, BH, Selfossi, Keflavík, Erninum og ÍFR.

Keppnisfólk Víkings voru mjög sigursæl og sigruðu í 5. flokkum af 6. flokkum.

Í meistaraflokki karla lék til úrslita Magnús Jóhann Hjartarson Víkingi gegn Magnúsi Finni Magnússyni Víkingi þar sem Magnús Jóhann sigraði 3 – 0. Í Meistaraflokki kvenna sigraði í úrslitaleik Nevena Tasic Víkingi Agnesi Brynjarsdóttir Víkingi  3 – 1.

Í 1. flokki karla sigraði hin unga Agnes Brynjarsdóttir Víkingi glæsilega.

Úrslit voru eftirfarandi:


Mfl karla:

1.  Magnús J. Hjartarson Víkingur

2.  Magnús Finnur Magnússon Víkingur

3-4.  Björn Gunnarsson HK

3-4.  Tomas Charukevic BH


Mfl kvenna:

1.  Nevena Tasic Víkingur

2.  Agnes Brynjarsdóttir Víkingur

3.  Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingur

4.  Lóa Zink Víkingur


1. flokkur karla:

1.  Agnes Brynjarsdóttir Víkingur

2.  Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur

3-4. Damian Kossakowski HK

3-4. Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingur


1. flokkur kvenna:

1.  Lóa Zink Víkingur

2.  Guðrún Gestsdóttir KR

3.  Guðbjörg Gunnarsdóttir KR


2. flokkur karla:

1.  Ryszyard Zarowski Keflavík

2.  Damian Kossakowski HK

3-4.  Guðjón Tómasson KR

3-4.  Lóa Zink Víkingur


Eldri flokkur karla:

1.  Pétur Ó. Stephensen Víkingur

2.  Ólafur H. Ólafson Örninn

3-4.  Sighvatur Karlsson Víkingur 3-4.  Árni Siemsen Örninn