Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr deildakeppninni komin á vefinn

Úrslit úr öllum leikjum í deildakeppninni eru komin á vef Tournament Software. Auk þess að skoða lokastöðu í Raflandsdeildum karla og kvenna og í suðurriðli 2. deildar er hægt að skoða frammistöðu einstakra leikmanna með því að velja „player statistics“. Yfirlitið sýnir samtals fjölda leikja í einliðaleik og tvíliðaleik.

Þegar skoðaðir eru þeir leikmenn, sem léku flesta leiki í Raflandsdeild kvenna, má sjá að Sól Kristínardóttir Mixa í BH vann alla 9 leiki sína. Stella Karen Kristjánsdóttir úr Víkingi vann 9 af 10 leikjum og Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, vann 9 af 11 leikjum.

Í Raflandsdeild karla vann Ellert Kristján Georgsson í KR-A 13 af 14 leikjum sínum, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson úr BH-A vann 16 af 18 leikjum og Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi-A vann 14 af 16 leikjum.

Í 2. deild vann Eiríkur Logi Gunnarsson úr KR-D alla 17 leiki sína. Nevena Tasic, Víkingi-C vann 19 af 20 leikjum sem hún lék.

Slóðir á úrslit úr deildakeppninni:

Raflandsdeildin: https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=1E172DF0-7093-40B2-BBA6-C62DF73BF123

2. deild, suðurriðill: https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=50D655B5-18D7-4FFE-BFE8-AD39FC74C782

Mynd af Sól frá vori 2019 af fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir