Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslitin í deildarkeppninni ráðast á sunnudaginn

Á sunnudaginn, 5. febrúar, ræðst hvaða lið verður deildarmeistari í 1. deild karla, hvaða lið fara í úrslitakeppnina og hvaða lið fellur í 2. deild.

Þá ræðst hvort það verður Víkingur eða KR-B sem mætir KR-A í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.

Þrjú lið eiga möguleika á að verða deildarmeistarar í 1. deild karla: KR-A hefur forystu með 14 stig, Víkingur-A og BH hafa 12 stig.  KR-A og BH leika á sunnudaginn.

Þrjú lið geta fallið í 2. deild: KR-B og HK, sem hafa 4 stig, og Víkingur-B sem hefur 2 stig. Síðastnefndu liðin leika einmitt innbyrðis á sunnudaginn. Efsta lið þessara þriggja fer í úrslitakeppnina og liðið sem verður í 5. sæti mun leika umspilsleik við liðið í 2. sæti í 2. deild um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.

Það lið verður deildarmeistari sem hefur flest stig að lokinni keppni. Ef tvö eða fleiri lið verða jöfn gildir hlutfall unninna og tapaðra leikja í öllum leikjum deildarinnar, skv. reglugerð um flokkakeppni.

Þessir leikir fara fram:

Karlar 

9. umferð kl. 10.30

  • Víkingur-A – KR-B
  • BH – KR-A
  • HK-A – Víkingur-B

10. umferð kl. 13.30

  • BH – KR-B
  • HK-A – Víkingur-A
  • Víkingur-B – KR-A

Konur 

9. umferð kl. 10.30

  • KR-A – Víkingur-A
  • KR-D – KR-C
  • KR-B situr hjá

10. umferð kl. 12.30

  • KR-D – Víkingur-A
  • KR-C – KR-B
  • KR-A situr hjá

Á forsíðunni má sjá deildarmeistara Víkings-A frá síðasta keppnistímabili.

 

ÁMU

Aðrar fréttir