Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Yngra unglingalandsliðið keppir í Riga – fréttir frá 14.2.

Yngra unglingalandsliðið, þ.e. leikmenn 15 ára og yngri, leika á móti í Riga í Lettlandi helgina 14.-16. febrúar (sjá nánar í frétt frá 4. febrúar með nöfnum leikmanna). Streymt er beint frá mótinu á slóðinni http://www.galdateniss.lv/eng/news/1607-international-youth-table-tennis-competition-riga-city-council%E2%80%99s-cup-2020

Eftirfarandi fréttapistill barst frá Tómasi og Jóhannesi, þjálfurum liðsins í Riga:

„Fyrsta keppnisdegi hér í Riga lokið. Alexander, Dagur og Nikulás léku allir í mini cadet (fæddir 2008 og síðar). Þetta var langur dagur en mjög skemmtilegur á sama tíma.

Strákarnir spiluðu marga og erfiða leiki en stóðu sig vel. Alexander og Dagur fóru upp úr sínum riðli í 2. sæti en Nikulás lenti í sterkari riðli og endaði í 3. sæti. Keppt var þó um öll sæti þannig allir fengu marga leiki.

Allir leikmenn íslenska landsliðsins unnu leiki og samtals voru sigrarnir 7 fyrsta keppnisdaginn. Leikmennirnir lærðu heilmikið á deginum og voru að spila betur og betur eftir því sem leið á daginn.

Þjálfarar mjög stoltir og spenntir fyrir cadet flokknum sem er á morgun (laugardag). Þar eru allir 8 leikmenn Íslands að spila.

Kveðja frá Riga,

Jóhannes og Tómas þjálfarar.“

Samkvæmt úrslitum á vef lettneska sambandsins varð Alexander Ivanov í 20. sæti í flokki minikadett (fæddir 2008 og síðar), Dagur Orrason varð í 28. sæti og Nikulás Dagur Jónsson varð líklega í 49. sæti, en eftir á að fylla út síðustu leiki um sæti á vef sambandsins. Nikulás er fæddur 2009 og ári yngri en félagar hans. Alls voru 64 skráðir keppendur í flokknum.

Þegar leikið er um einstök sæti skiptir miklu máli hversu snemma í mótinu leikmaður vinnur leik, þar sem þeir sem vinna leiki snemma komast sjálfkrafa ofar í röð keppenda. Röð að lokinni riðlakeppni réð því að Alexander og Dagur kepptu um sæti 1-32 en Nikulás um sæti 33-64.

Úrslit í flokki hnokka fæddra 2008 og síðar: http://www.galdateniss.lv/data/doc/15817886462376.pdf

Uppfært 15.2. og 16.2.

Aðrar fréttir